Tvær íslenskar skáldsögur rötuðu inn á lista þegar upplýst var hvaða bækur eru tilnefndar til Prix Médicis í ár. Þetta eru Illska eftir Eirík Örn Norðdahl og Fiskarnir hafa enga fætur eftir Jón Kalman Stefánsson, en þýðandi beggja bóka er Eric Boury.
Tvær íslenskar skáldsögur rötuðu inn á lista þegar upplýst var hvaða bækur eru tilnefndar til Prix Médicis í ár. Þetta eru Illska eftir Eirík Örn Norðdahl og Fiskarnir hafa enga fætur eftir Jón Kalman Stefánsson, en þýðandi beggja bóka er Eric Boury. Veitt eru verðlaun fyrir annars vegar franskar bækur og á þeim lista voru 15 titlar og hins vegar fyrir þýddar bækur og á þeim lista voru 13 titlar. Verðlaunin verða afhent 5. nóvember.