[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
A lbert Guðmundsson var í byrjunarliði hollenska liðsins PSV sem tapaði fyrir Manchester United, 3:0, á heimavelli í gær í Meistaradeild yngri liða. Alberti var skipt af velli á 68.
A lbert Guðmundsson var í byrjunarliði hollenska liðsins PSV sem tapaði fyrir Manchester United, 3:0, á heimavelli í gær í Meistaradeild yngri liða. Alberti var skipt af velli á 68. mínútu en PSV lék manni færri eftir að einum leikmanni liðsins var vikið af velli stundarfjórðungi fyrir leikslok. Albert, sem er 18 ára gamall, gekk í raðir PSV frá Heerenveen í sumar. Hann hefur ekkert komið við sögu í aðalliði PSV en var valinn í 25 manna leikmannahóp félagsins sem tekur þátt í Meistaradeildinni.

Stúlkurnar í U19 ára landsliði Íslands í knattspyrnu fóru vel af stað í undanriðli Evrópukeppninnar í gær en leikið er í Sviss. Þær sigruðu Georgíu örugglega, 6:1, þar sem Ingibjörg Sigurðardóttir skoraði tvö markanna. Ísland mætir einnig Sviss og Grikklandi á næstu dögum en tvö liðanna komast áfram í milliriðil keppninnar. Ísland hefur komist áfram úr undankeppninni í þessum aldursflokki undanfarin tíu ár í röð.

Þórður Rafn Gissurarson , Íslandsmeistari í golfi 2015, og Axel Bóasson , Íslandsmeistari í holukeppni 2015, spiluðu í gær fyrsta hring af fjórum á fyrsta stigi úrtökumótsins fyrir Evrópumótaröðina en leikið er á Fleesensee-vellinum í Þýskalandi. Axel lék á einu höggi yfir pari eða 73 höggum í heildina, en hann fékk tvo fugla og þrjá skolla á hringnum. Þórður lék á 76 höggum, fjórum yfir pari, en hann fékk einn fugl og fimm skolla á hringnum.

Jack Wilshere miðjumaður Arsenal og landsliðsmaður Englendinga í knattspyrnu verður frá æfingum og keppni næstu þrjá mánuðina. Wilshere, sem hefur verið óheppinn með meiðsli á sínum ferli, þarf að gangast undir aðgerð en hann meiddist á undirbúningstímabilinu og staðfesti Arsene Wenger , knattspyrnustjóri Arsenal, að bakslag hafi komið í endurhæfinguna. Wilshere er 23 ára gamall og hefur ávallt misst töluvert úr vegna meiðsla. Til að mynda spilaði hann ekkert allt tímabilið 2011/2012 vegna meiðsla sem hann hlaut á undirbúningstímabilinu.

Guðlaugur Victor Pálsson er í liði umferðarinnar í dönsku úrvalsdeildarinni í knattspyrnu sem Tipsbladet valdi eftir áttundu umferð deildarinnar sem lauk í fyrrakvöld. Victor lék þá sinn fyrsta leik með Esbjerg, sem keypti hann af Helsingborg í Svíþjóð í lok ágúst, og átti mjög góðan leik þegar liðið vann OB, 4:2. Victor skoraði þriðja mark liðsins eftir hálftíma leik og fékk mikið hrós í dönskum fjölmiðlum. Í umsögn um hann segir: „Framúrskarandi byrjun hjá Íslendingnum sem átti stórleik á miðjunni hjá Esbjerg. Í JydskeVestkysten er honum líkt við gamla brasilíska leikstjórnandann Socrates .

Iker Casillas markvörður Porto jafnar leikjametið í Meistaradeildinni í knattspyrnu í kvöld en þá leikur hann sinn 151. leik. Hann jafnar þar með met landa síns, Spánverjans Xavi .