— Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon
16. september 1936 Franska hafrannsóknaskipið Pourquoi pas? strandaði í fárviðri við Straumfjörð á Mýrum. Alls fórust 38 menn, þeirra á meðal vísindamaðurinn og heimskautafarinn dr. Jean Charcot, en einn komst lífs af.

16. september 1936

Franska hafrannsóknaskipið Pourquoi pas? strandaði í fárviðri við Straumfjörð á Mýrum. Alls fórust 38 menn, þeirra á meðal vísindamaðurinn og heimskautafarinn dr. Jean Charcot, en einn komst lífs af. Minnisvarði var reistur á strandstaðnum rúmum sextíu árum síðar.

16. september 1963

Lyndon B. Johnson, þáverandi varaforseti Bandaríkjanna, kom í opinbera heimsókn til Íslands og var vel fagnað. Í ávarpi sagði hann: „Íslendingar standa með þeim sem vilja frelsi og frið.“ Rúmum tveimur mánuðum síðar tók hann við forsetaembættinu þegar John F. Kennedy var myrtur.

16. september 2007

Gamanþáttaröðin Næturvaktin hóf göngu sína á Stöð 2. Í aðalhlutverkum voru Jón Gnarr og Pétur Jóhann Sigfússon. Þættirnir voru tólf og nutu mikilla vinsælda.

Dagar Íslands | Jónas Ragnarsson