Tekjuafkoma hins opinbera, það er ríkissjóðs, almannatrygginga og sveitarfélaga, var neikvæð um 10,3 milljarða króna á öðrum ársfjórðungi.

Tekjuafkoma hins opinbera, það er ríkissjóðs, almannatrygginga og sveitarfélaga, var neikvæð um 10,3 milljarða króna á öðrum ársfjórðungi. Það er lakari afkoma en á sama tíma 2014 þegar hún var neikvæð um 3,1 milljarð króna, að því er fram kemur í Hagtíðindum Hagstofu Íslands.

Heildartekjur hins opinbera jukust um 0,9% á öðrum ársfjórðungi miðað við sama árstíma í fyrra. Áætluð aukning útgjalda er hins vegar um 4,2% á fjórðungnum, sem skýrist meðal annars af auknum launakostnaði .

Tekjuhalli ríkissjóðs var 5,9 milljarðar króna á öðrum ársfjórðungi. Á sama tíma var tekjuhalli sveitarfélaga um 4,4 milljarðar, sem er örlítið betri afkoma en á sama árstíma í fyrra.