Ekki er öruggt að 21. og næstsíðasta umferð Pepsi-deildar karla í knattspyrnu verði leikin klukkan 14 í dag eins og áætlað er.

Ekki er öruggt að 21. og næstsíðasta umferð Pepsi-deildar karla í knattspyrnu verði leikin klukkan 14 í dag eins og áætlað er. Spáð er roki og rigningu á suðvesturhorninu, 15-23 metrum á sekúndu, en leikirnir sex fara fram á höfuðborgarsvæðinu og á Akranesi.

Birkir Sveinsson mótastjóri KSÍ sagði við Morgunblaðið að fyrsti kostur væri að spila á réttum tíma og það yrði reynt. Vonir stæðu til að storminn myndi lægja eitthvað þegar líður á daginn.

Valkostirnir eru þeir að seinka leikjunum til klukkan 16 eða færa þá yfir á morgundaginn en þá er spáð ágætu veðri.

FH getur tryggt sér meistaratitilinn í dag og úrslitin í baráttunni um Evrópusæti og fall gætu líka ráðist í þessari umferð sem betur er fjallað um á bls. 2-3. vs@mbl.is