Unnur Ómarsdóttir
Unnur Ómarsdóttir
Íslandsmeistarar Gróttu eru með fullt hús stiga eftir fyrstu þrjá leiki sína í Olísdeild kvenna í handknattleik í vetur.

Íslandsmeistarar Gróttu eru með fullt hús stiga eftir fyrstu þrjá leiki sína í Olísdeild kvenna í handknattleik í vetur. Liðið lenti ekki í neinum vandræðum gegn FH á Seltjarnarnesi í gærkvöld þar sem niðurstaðan varð átta marka sigur, 20:12, eftir að staðan hafði verið 11:6 í hálfleik. Varnarleikur Gróttu virðist litlu síðri en í fyrra og hefur liðið aðeins fengið á sig 16 mörk að meðaltali í leikjunum þremur.

Mörk Gróttu : Unnur Ómarsdóttir 4, Laufey Ásta Guðmundsdóttir 3, Sunna María Einarsdóttir 3, Arndís María Erlingsdóttir 3, Þórey Anna Ásgeirsdóttir 2, Anna Úrsúla Guðmundsdóttir 2, Lovísa Thompson 2, Anna Katrín Stefánsdóttir 1.

Mörk FH : Elín Anna Baldursdóttir 4, Ingibjörg Pálmadóttir 4, Sigrún Jóhannsdóttir 2, Hildur Marín Andrésdóttir 1, Jóhanna Helga Jensdóttir 1. sindris@mbl.is