Útskrift Nemendur Landgræðsluskóla Sameinuðu þjóðanna ætla að efla gróður jarðar, sem er undirstaða svo margs.
Útskrift Nemendur Landgræðsluskóla Sameinuðu þjóðanna ætla að efla gróður jarðar, sem er undirstaða svo margs.
Þrettán nemendur sem stundað hafa hálfs árs nám við Landgræðsluskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna voru brautskráðir í síðustu viku.

Þrettán nemendur sem stundað hafa hálfs árs nám við Landgræðsluskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna voru brautskráðir í síðustu viku. Markmið skólans er að byggja upp færni sérfræðinga frá þróunarlöndum í landgræðslu, umhverfisstjórnun og sjálfbærri landnýtingu. Þetta er gert með því að þjálfa sérfræðinga sem starfa við landgræðslu- og landnýtingarmál í samstarfslöndum í Afríku og Mið-Asíu.

Í ávörpum við útskrift var lögð áhersla á mikilvægi landgræðslu og sjálfbærrar landnýtingar í baráttunni gegn landeyðingu og vísað í því samhengi í ný alþjóðamarkmið SÞ um sjálfbæra þróun sem verða samþykkt á allsherjarþingi SÞ í lok þessa mánaðar.

Nemarnir sem útskrifuðust frá Landgræðsluskólanum í ár koma frá Eþíópíu, Gana, Mongólíu, Úganda, Malaví, Namibíu og Kirgistan; sjö konur og sex karlar. Skólinn leggur mikla áherslu á að þjálfa bæði karla og konur og að flétta kynjajafnrétti inn í námið enda er það ein forsenda sjálfbærrar þróunar, sem endurspeglast í markmiðum SÞ.

Landgræðsluskólinn hefur starfað frá árinu 2007 og standa Landbúnaðarháskóli Íslands og Landgræðsla ríkisins að rekstri skólans.

sbs@mbl.is