Margrét Lára Viðarsdóttir
Margrét Lára Viðarsdóttir
Sigurleikirnir tveir gegn Hvíta-Rússlandi og Slóvakíu dugðu ekki til að lyfta íslenska kvennalandsliðinu í knattspyrnu upp um sæti á nýjum heimslista FIFA sem birtur var í gær. Í staðinn seig liðið niður um eitt sæti, úr átjánda og í 19. sætið.

Sigurleikirnir tveir gegn Hvíta-Rússlandi og Slóvakíu dugðu ekki til að lyfta íslenska kvennalandsliðinu í knattspyrnu upp um sæti á nýjum heimslista FIFA sem birtur var í gær. Í staðinn seig liðið niður um eitt sæti, úr átjánda og í 19. sætið.

Spánverjar, sem á meðan sigruðu Kínverja tvívegis í vináttulandsleikjum á útivelli, fengu fleiri stig á listann og fóru uppfyrir Ísland og í 18. sætið. Sáralitlu munar á liðunum í stigum.

Skotar, aðalkeppinautar Íslands í undankeppni EM, eru áfram í 20. sætinu, rétt á eftir íslenska liðinu. Hvít-Rússar eru í 51. sæti, Slóvenar í 64. sæti og Makedónía í 122. sæti. Ísland leikur útileikina við Makedóníu og Slóveníu í október.

Staða efstu þjóða er óbreytt. Bandaríkin eru á toppnum og síðan koma Þýskaland, Frakkland, Japan og England. Norður-Kórea fer uppfyrir Brasilíu og Svíþjóð í 6. sætið. Þar á eftir koma Ástralía, Noregur, Kanada, Holland, Ítalía, Danmörk, Kína, Nýja-Sjáland, Suður-Kórea, Spánn, Ísland og Skotland. Heimslisti FIFA í kvennaflokki verður næst birtur 18. desember. vs@mbl.is