Litla Hraun Annþóri og Berki er gefið að sök að hafa ráðið samfanga sínum bana.
Litla Hraun Annþóri og Berki er gefið að sök að hafa ráðið samfanga sínum bana. — Morgunblaðið/Ómar
Aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins gegn Annþóri Karlssyni og Berki Birgissyni hefst 15. október næstkomandi, en þá verða um tvö og hálft ár síðan ákæra var gefin út í málinu og tvö ár frá fyrstu fyrirtöku.

Aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins gegn Annþóri Karlssyni og Berki Birgissyni hefst 15. október næstkomandi, en þá verða um tvö og hálft ár síðan ákæra var gefin út í málinu og tvö ár frá fyrstu fyrirtöku.

Þeim er gefið að sök að hafa veist að samfanga sínum á Litla Hrauni og veitt honum högg á kvið með þeim afleiðingum að rof kom á milta og bláæð frá milta sem leiddi til dauða skömmu síðar vegna innvortis blæðinga. Samkvæmt upplýsingum frá Héraðsdómi Suðurlands er málið á dagskrá bæði á fimmtudeginum og föstudeginum, en það er skráð frá átta um morgun til átta um kvöld. Fordæmi eru fyrir slíku, þótt algengast sé að dagskrá klárist milli fjögur og fimm.