Baldur Arnarson baldura@mbl.is Vægi óverðtryggðra lána af íbúðalánum til heimila er að aukast og eiga miklar uppgreiðslur hjá Íbúðalánasjóði þátt í þeirri þróun. Hjá Arion banka eru óverðtryggðu lánin eilítið vinsælli í ár en verðtryggð lán.

Baldur Arnarson

baldura@mbl.is

Vægi óverðtryggðra lána af íbúðalánum til heimila er að aukast og eiga miklar uppgreiðslur hjá Íbúðalánasjóði þátt í þeirri þróun. Hjá Arion banka eru óverðtryggðu lánin eilítið vinsælli í ár en verðtryggð lán.

Vegna mikilla uppgreiðslna gengur hratt á lán Íbúðalánasjóðs til heimila. Má lauslega áætla að þau lán hafi minnkað um tæpa 40 milljarða á fyrstu átta mánuðum ársins. Leiðréttingin skýrir það að hluta.

Ásgerður Halldórsdóttir, bæjarstjóri á Seltjarnarnesi, hyggst kanna hvort bæjarfélagið eigi að fara að lána ungu fólki fyrir innborgun í íbúð. Greiðslumatið sé of strangt.

Grétar Jónasson, framkvæmdastjóri Félags fasteignasala, telur líka að greiðslumatið sé of strangt. Það sé vegna skekkju í matskerfinu.

Greining Íslandsbanka telur í ljósi nýrra verðbólgutalna, sem eru lægri en spáð var, að verðbólga verði að jafnaði undir 2,5% markmiði Seðlabankans fram á mitt ár 2016. Það yrði langlengsta stöðugleikaskeið síðan markmiðið tók gildi 2001.

Fleiri standast matið
» Þær upplýsingar fengust í Landsbankanum að hlutfall fólks sem stóðst greiðslumat hefði aukist töluvert 2013-14.
» Það var nokkru hærra 1.1. til 31.8 í ár en allt árið í fyrra.