F lótti Milljónir eru á vergangi og samfélagið svarar.
F lótti Milljónir eru á vergangi og samfélagið svarar. — AFP
Félagsráðgjafar á Íslandi eru reiðubúnir til leggja sitt af mörkum til að aðstoða stjórnvöld og sveitarfélög við móttöku flóttamannahópa á næstunni. Þetta segir í yfirlýsingu félagsins sem fjallaði um málið á ráðstefnu í vikunni.

Félagsráðgjafar á Íslandi eru reiðubúnir til leggja sitt af mörkum til að aðstoða stjórnvöld og sveitarfélög við móttöku flóttamannahópa á næstunni. Þetta segir í yfirlýsingu félagsins sem fjallaði um málið á ráðstefnu í vikunni. Þar eru stjórnvöld hvatt til að víðtæks samráðs við fagstéttir, félagasamtök, fræðasamfélagið og flóttafólkið sjálft.

Um 20 milljónir manna voru á flótta í lok síðasta árs og hafðist meirihlutinn við í þróunarlöndum. Rúmlega helmingur þessa fólks var undir 18 ára aldri og aldrei fyrr höfðu fleiri börn flúið heimaland sitt.

Mannúð og mannréttindi skulu vera leiðarljós í aðstoð við flóttafólk, segir í tilkynningu Félagsráðgjafafélags Íslands. Tekið er undir ákall samtaka félagsráðgjafa um allan heim um að koma fólki á flótta til hjálpar.

Hvert skref verði kortlagt

Ríkisstjórnin kynnti áætlun sína í málefnum flóttafólks nýlega. Samkvæmt henni er gert er ráð fyrir að tekið verði á móti allt að 100 einstaklingum á þessu ári og því næsta. Þetta telja íslenskir félagsráðgjafar áfanga í rétta átt en þeir hvetja stjórnvöld til að skoða möguleika á að taka á móti fleira flóttafólki þar sem hvert nýtt skref verði vel kortlagt. Einnig þurfi að bæta aðstæður flóttafólks, sem býr við ómannúðlegar aðstæður utan upprunaríkis síns. „Félagsráðgjafar hafa verið í lykilhlutverki í vinnu með flóttafólki um áratugaskeið og hefur fagdeild fjölmenningarfélagsráðgjafa markvisst byggt upp reynslu og þekkingu í vinnu með flóttafólki og hælisleitendum,“ segir í yfirlýsingu. sbs@mbl.is