Bein útsending Beinar útsendingar í fréttatímum eru stundum óþarfar þegar það er í raun ekkert að frétta.
Bein útsending Beinar útsendingar í fréttatímum eru stundum óþarfar þegar það er í raun ekkert að frétta.
Með tilkomu frétta- og samfélagsmiðla eru tímarit, dagblöð og sjónvarpsstöðvar vissulega í örlitlu kappi við tímann. Um leið og eitthvað fréttnæmt gerist er það komið á netið.

Með tilkomu frétta- og samfélagsmiðla eru tímarit, dagblöð og sjónvarpsstöðvar vissulega í örlitlu kappi við tímann. Um leið og eitthvað fréttnæmt gerist er það komið á netið. Um leið og efnið er komið á vefsíður fjölmiðils er svo búið að deila því á facebook, twitter og þar fram eftir götunum.

Þá hef ég einnig tekið eftir nýjung í fréttatímum. Það eru þessar beinu útsendingar sem virðast alltaf eiga heima þar. Þessar útsendingar koma mér spánskt fyrir sjónir þar sem þær eiga yfirleitt ekki við og eru oft og tíðum hreint út sagt furðulegar.

Nú geri ég mér grein fyrir því að oftar en ekki þarf að fríska örlítið upp á efnið og þá er oft leitað út fyrir landsteinana að ákveðnum fyrirmyndum. En passa þessar beinu útsendingar alltaf inn í fréttatímana?

Stundum er nefnilega bara ekkert að frétta.

Eins og til að mynda þegar ónefnd sjónvarpsstöð ræsti heilt teymi til þess að vera með beina útsendingu frá bóksölu. Þá er ég ekki að gera lítið úr umfjöllunarefninu sjálfu heldur velti ég fyrir mér hvort beinar útsendingar væru sterkari upplifun fyrir áhorfandann væru þær sjaldnar.

Sigurborg Selma Karlsdóttir