Hinn 30. september næstkomandi býður RÚV öllum í landinu að taka upp myndavélina og segja í lifandi myndum frá lífi sínu þann dag og er markmiðið að búa til heimildamynd, Dag í lífi þjóðar, sem verður svipmynd af þessum tiltekna degi í lífi þjóðarinnar.

Hinn 30. september næstkomandi býður RÚV öllum í landinu að taka upp myndavélina og segja í lifandi myndum frá lífi sínu þann dag og er markmiðið að búa til heimildamynd, Dag í lífi þjóðar, sem verður svipmynd af þessum tiltekna degi í lífi þjóðarinnar.

„Hvað ertu að fást við? Hvað er í gangi í lífi þínu? Hver eru verkefni dagsins? Sýndu það – segðu frá! Þú getur myndað hvað sem er, en hafðu það persónulegt og um eitthvað sem skiptir þig máli,“ segir um verkefnið á vef RÚV og að fólk geti t.d. fjallað um það sem veiti því ánægju, staðinn sem það búi á og það sem það hafi gaman af að fást við. Myndin verður frumsýnd á RÚV í tengslum við hálfrar aldar afmæli ríkisútvarpsins 30. september á næsta ári. Umsjónarmaður verkefnisins er kvikmyndagerðarmaðurinn Ásgrímur Sverrisson og má finna frekari upplýsingar á ruv.is/thaettir/dagur-i-lifi-thjodar.