Alls tóku 19 framhaldsskólar þátt í keppninni Hjólað í skólann í ár, en það er sami fjöldi og árið 2014. Þátttakendur voru alls 481, hjólaðir voru 55.311 km eða 41,31 hringur í kringum Ísland. Keppnin, sem fór fram 9.-22.

Alls tóku 19 framhaldsskólar þátt í keppninni Hjólað í skólann í ár, en það er sami fjöldi og árið 2014. Þátttakendur voru alls 481, hjólaðir voru 55.311 km eða 41,31 hringur í kringum Ísland.

Keppnin, sem fór fram 9.-22. september, var nú haldin í þriðja skipti. Markmið hennar var að vekja athygli á virkum ferðamáta sem heilsusamlegum, umhverfisvænum og hagkvæmum samgöngumáta meðal nemenda og starfsmanna framhaldsskólanna.

Þrír efstu skólarnir í hverjum flokki fá á næstu dögum senda til sín verðlaunaplatta fyrir árangur sinn í verkefninu.

Í skólum, með allt að 399 nemendur og starfsmenn

var Verkmenntaskóli Austurlands í fyrsta sæti, Framhaldsskóli Austur-Skaftafellssýslu í 2. sæti og Menntaskólinn á Ísafirði í þriðja sæti.

Í skólum með 400-999 nemendur og starfsmenn varð Framhaldsskólinn í Mosfellsbæ í efsta sæti, Fjölbrautaskóli Vesturlands Akranesi í 2. sæti og Fjölbrautaskóli Norðurlands vestra í 3. sæti.

Í skólum með 1.000 eða fleiri nemendur og starfsmenn var Fjölbrautaskólinn við Ármúla í 1. sæti, Verkmenntaskólinn á Akureyri í 2. sæti og Fjölbrautaskóli Suðurlands í 3. sæti.