Steingímur J. Sigfússon
Steingímur J. Sigfússon
Íslandsmeistarinn í skattahækkunum ræddi fjárhagsstöðu sveitarfélaga við innanríkisráðherra á Alþingi í fyrradag.

Íslandsmeistarinn í skattahækkunum ræddi fjárhagsstöðu sveitarfélaga við innanríkisráðherra á Alþingi í fyrradag.

Íslandsmeistarinn hafði áhyggjur af fjárhagsstöðunni og spurði innanríkisráðherra hvort ráðherrann styddi að „tekjuleg samskipti ríkis og sveitarfélaga verði endurskoðuð til styrktar afkomu sveitarfélaganna“.

Þó að Steingrímur J. Sigfússon hafi látið af embætti fjármálaráðherra fyrir nokkru hefur ekkert dregið úr áhuga hans á skattahækkunum.

Þess vegna greip hann tækifærið í þessari umræðu til að finna að hóflegum skattalækkunum ríkisstjórnarinnar og hélt því fram að það væri „óskynsamlegt“ í „efnahagslegu tilliti í þenslunni“ að lækka skatta.

Íslandsmeistarinn Steingrímur lét það ekki halda aftur af sér í skattahækkunum á síðasta kjörtímabili að efnahagsástand væri erfitt. Þá var efnahagsástandið raunar notað sem röksemd fyrir því að hækka skatta upp úr öllu valdi.

Nú, þegar Steingrímur er horfinn úr ráðherrastóli og efnahagurinn er tekinn að batna, er bætt staða orðin röksemdin fyrir því að halda sköttum háum.

Ætli Steingrímur hafi einhvern tímann upplifað það efnahagsástand sem réttlætti skattalækkanir eða getur verið að hann telji að sköttum megi aðeins breyta til hækkunar?