Gítarleikarinn Ómar Guðjónsson og kontrabassaleikarinn Tómas R. Einarsson halda í 19 tónleika ferð um landið til að kynna plötu sína Bræðralag. Fyrstu tónleikarnir verða haldnir annað kvöld kl. 20.
Gítarleikarinn Ómar Guðjónsson og kontrabassaleikarinn Tómas R. Einarsson halda í 19 tónleika ferð um landið til að kynna plötu sína Bræðralag. Fyrstu tónleikarnir verða haldnir annað kvöld kl. 20.30 í Garðaholti í Garðabæ og á mánudaginn leika Ómar og Tómas í Hljómahöllinni í Reykjanesbæ, 29. sept. í Bryggjunni, Grindavík, 30. sept. í Ráðhúsinu í Þorlákshöfn, 1. okt. í Systrakaffi á Kirkjubæjarklaustri, 2. okt. í Pakkhúsinu á Höfn í Hornafirði, 3. okt. í Löngubúð á Djúpavogi og 4. okt. í Brjáni í Neskaupstað.