Gönguhópur Fríður hópur nemenda og starfsfólks grunnskólans stillti sér upp við nýja gangbraut við Austurveg.
Gönguhópur Fríður hópur nemenda og starfsfólks grunnskólans stillti sér upp við nýja gangbraut við Austurveg. — Morgunblaðið/Líney
Líney Sigurðardóttir Þórshöfn Bílar voru lítið á ferðinni við Grunnskólann á Þórshöfn þessa vikuna því að skólinn tók þátt í verkefninu „Göngum í skólann,“ sem er á vegum Íþrótta- og ólympíusambands Íslands, Heimilis og skóla o.fl.

Líney Sigurðardóttir

Þórshöfn

Bílar voru lítið á ferðinni við Grunnskólann á Þórshöfn þessa vikuna því að skólinn tók þátt í verkefninu „Göngum í skólann,“ sem er á vegum Íþrótta- og ólympíusambands Íslands, Heimilis og skóla o.fl.

Meginmarkmiðin eru að hvetja börn til að temja sér virkan ferðamáta í og úr skóla og auka færni þeirra til að ferðast á öruggan hátt í umferðinni. Þau fræðast um ávinning reglulegrar hreyfingar og sjá hversu gönguvænt umhverfið er og að það er ekki alltaf nauðsynlegt að fara með bíl í skólann.

Íþróttakennarinn Þorsteinn Ægir hélt utan um verkefnið á Þórshöfn og segir að nemendur hafi staðið sig vel í gönguvikunni. Mættu margir fullorðnir taka þá sér til fyrirmyndar.

Ýmsar uppákomur voru tengdar verkefninu og tóku allir starfsmenn og nemendur skólans þátt í þeim.