Michel Platini
Michel Platini
Ríkissaksóknari Sviss tilkynnti í gær að hafin væri rannsókn á Sepp Blatter, forseta FIFA, Alþjóða knattspyrnusambandsins, vegna tveggja atriða þar sem grunur væri um að glæpsamlegt athæfi hefði átt sér stað.

Ríkissaksóknari Sviss tilkynnti í gær að hafin væri rannsókn á Sepp Blatter, forseta FIFA, Alþjóða knattspyrnusambandsins, vegna tveggja atriða þar sem grunur væri um að glæpsamlegt athæfi hefði átt sér stað.

Annars vegar fyrir að gæta ekki hagsmuna FIFA í samningum um sjónvarpsrétt, þar sem Jack Warner, fyrrverandi varaforseti sambandsins, átti hlut að máli og hagnaðist af um 11 milljónir punda.

Hinsvegar vegna greiðslu sem Michel Platini, núverandi forseti Knattspyrnusambands Evrópu, UEFA, á að hafa fengið fyrir störf á vegum FIFA á árunum 1999 til 2002.

Blatter hyggst láta af embætti í febrúar og Platini hefur þegar boðið sig fram í kjörinu á eftirmanni hans. vs@mbl.is