— Morgunblaðið/Brynjar Gauti
Ólöf Nordal innanríkisráðherra segir að hugsanlega sé ástæða til þess að endurskoða lög um skipan í embætti hæstaréttardómara. Sem stendur fer fimm manna dómnefnd með ákvörðunina en ráðherra getur þó sent hana til meðferðar Alþingis.

Ólöf Nordal innanríkisráðherra segir að hugsanlega sé ástæða til þess að endurskoða lög um skipan í embætti hæstaréttardómara. Sem stendur fer fimm manna dómnefnd með ákvörðunina en ráðherra getur þó sent hana til meðferðar Alþingis. „Er það eðlilegt að ráðherra hafi ekkert um málið að segja?“ spyr Ólöf.

Í aðsendri grein sinni í Morgunblaðinu í dag skrifar Reimar Pétursson, formaður Lögmannafélags Íslands, að dómnefnd megi ekki láta hæfnismat ráðast af kynferði. Slíkt rýri traust dómstóla en skipun þess hæfasta auki það. Í lögum segi að velja skuli konu ef hún teljist jafnhæf karli til starfsins. „Konum í Hæstarétti mun því fjölga þegar fram í sækir,“ segir í grein Reimars. 12