66°Norður opnaði nýja verslun í Kaupmannahöfn í gær. Verslunin er í Østergarde 6 á Strikinu í nálægð við Kongengs Nytorv. Verslunin er um 90 fermetrar að stærð og verður boðið upp á helstu vörur fataframleiðandans þar.
66°Norður opnaði nýja verslun í Kaupmannahöfn í gær. Verslunin er í Østergarde 6 á Strikinu í nálægð við Kongengs Nytorv. Verslunin er um 90 fermetrar að stærð og verður boðið upp á helstu vörur fataframleiðandans þar. Þetta er önnur verslun 66°Norður í miðborg Kaupmannahafnar en fyrirtækið rekur einnig verslun í Sværtegade í miðborg Kaupmannahafnar. „Opnun verslunarinnar er rökrétt næsta skref eftir góðar viðtökur vörumerkisins í Danmörku. Það hefur verið mikill vöxtur í verslun með fatnað á Strikinu og þar hafa margar lúxusverslanir opnað að undanförnu,“ segir Helgi Rúnar Óskarsson, forstjóri 66°Norður.