„Mælikvarðarnir sem verið er að nota gagnast ekki og geta jafnvel haft neikvæðar afleiðingar.

„Mælikvarðarnir sem verið er að nota gagnast ekki og geta jafnvel haft neikvæðar afleiðingar. Yfirmaður er þvingaður til að dæma starfsmann út frá ákveðnum kvörðum og það getur valdið því að starfsmaður verði ósáttur og finnist matið ósanngjarnt,“ segir Tómas Bjarnason, sviðsstjóri starfsmannarannsókna hjá Gallup, en rannsóknir sýna að frammistöðumat skilar ekki tilætluðum árangri og hafa mörg erlend stórfyrirtæki hætt að framkvæma slíkt.

Í nýrri rannsókn Gallup kemur fram að 35% höfðu ekki rætt við yfirmann um frammistöðu síðustu 6 mánuðina. Flestir vilja eiga slík samtöl við yfirmenn oftar og telja að það gæti haft jákvæð áhrif á frammistöðu. 22