Nám Mennt er máttur og möguleikar opnast með stuðningi.
Nám Mennt er máttur og möguleikar opnast með stuðningi.
Á dögunum voru afhentir átta styrkir úr Starfsmenntunarsjóði ungra kvenna sem Bandalag kvenna í Reykjavík stendur að. Í pottinum voru alls 785 þúsund krónur.

Á dögunum voru afhentir átta styrkir úr Starfsmenntunarsjóði ungra kvenna sem Bandalag kvenna í Reykjavík stendur að. Í pottinum voru alls 785 þúsund krónur. Á átján starfsárum hefur sjóðurinn úthlutað 138 styrkjum að fjárhæð samtals að andvirði 15,5 milljónir króna. Starfandi er fjáröflunarnefnd Starfsmenntunarsjóðsins, einnig gefa aðildarfélög BKR til sjóðsins og fyrirtæki styrkja.

Bandalag kvenna í Reykjavík stofnaði starfsmenntunarsjóðinn snemma árs 1995. Tilgangur sjóðsins er að hvetja og styðja við bakið á konum, sem ekki eiga kost á námslánum, til að afla sér aukinnar menntunar.

sbs@mbl.is