26. september 1915 Minnisvarði af Kristjáni konungi níunda var afhjúpaður við Stjórnarráðshúsið í Reykjavík (á afmælisdegi Kristjáns tíunda). Með hægri hendi réttir konungur fram skjal sem á að tákna stjórnarskrána 1874.

26. september 1915

Minnisvarði af Kristjáni konungi níunda var afhjúpaður við Stjórnarráðshúsið í Reykjavík (á afmælisdegi Kristjáns tíunda). Með hægri hendi réttir konungur fram skjal sem á að tákna stjórnarskrána 1874. Einar Jónsson myndhöggvari gerði styttuna.

26. september 1930

Kvæðakver Halldórs Laxness kom út. Elsta kvæðið var frá árinu 1922 (Bráðum kemur betri tíð) og eitt það yngsta (Alþingishátíðin) ort sumarið 1930. Kverið hefur verið endurútgefið nokkrum sinnum, með viðbótum.

26. september 1939

Bresk Catalina-sjóflugvél neyddist til að lenda við Raufarhöfn vegna þoku. Daginn eftir var vélinni flogið burt í óþökk Íslendinga. Síðar var flugmaðurinn, Barnes, sendur til Íslands og vistaður á Bessastöðum.

26. september 1942

Bifreiðaeinkasala ríkisins var lögð niður en hún hafði haft einkasölu á bifreiðum, bifhjólum og hjólbörðum í sjö ár.

Dagar Íslands | Jónas Ragnarsson