Söfnun Eftir útsendingu í gær.
Söfnun Eftir útsendingu í gær.
Átakinu Á allra vörum bárust um 14 milljónir króna í árlegri sjónvarpssöfnun þess í gærkvöldi. Við það bætast tekjur af sölu gloss tengdri átakinu en skipuleggjendur búast við rúmlega 20 milljónum króna af þeirri sölu.

Átakinu Á allra vörum bárust um 14 milljónir króna í árlegri sjónvarpssöfnun þess í gærkvöldi. Við það bætast tekjur af sölu gloss tengdri átakinu en skipuleggjendur búast við rúmlega 20 milljónum króna af þeirri sölu. Endanlegar tölur liggja þó ekki fyrir fyrr en eftir helgi.

Gróa Ásgeirsdóttir, ein skipuleggjenda söfnunarinnar, segir féð sem safnaðist munu duga til reksturs í fjögur ár á samskiptasetri fyrir þolendur og gerendur eineltis, sem og fjölskyldur þeirra. Félagið Erindi mun sjá um rekstur setursins en nýverið bauð fasteignafélagið Reitir fram endurgjaldslaus afnot af húsnæði fyrir reksturinn í tvö ár.

„Það er mikil gleði meðal okkar með afraksturinn og við teljum markmiðinu náð,“ segir Gróa.