Forsetar Barack Obama og gestur hans, kínverski leiðtoginn Xi Jinping, við móttökuathöfn í garði Hvíta hússins í Washington-borg í gær.
Forsetar Barack Obama og gestur hans, kínverski leiðtoginn Xi Jinping, við móttökuathöfn í garði Hvíta hússins í Washington-borg í gær. — AFP
Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, og Xi Jinping, forseti Kína, hétu því að grípa til aðgerða til að stemma stigu við loftslagsbreytingum í heiminum af mannavöldum á blaðamannafundi eftir viðræður þeirra í Hvíta húsinu í Washington í gær.

Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, og Xi Jinping, forseti Kína, hétu því að grípa til aðgerða til að stemma stigu við loftslagsbreytingum í heiminum af mannavöldum á blaðamannafundi eftir viðræður þeirra í Hvíta húsinu í Washington í gær.

Umhverfisverndarsamtök fögnuðu loforðum leiðtoganna um aðgerðir til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda sem eru taldar valda loftslagsbreytingum. Obama fór einnig lofsamlegum orðum um loforð kínverskra stjórnvalda í loftslagsmálum en gagnrýndi mannréttindabrot á andófsmönnum í Kína og framgöngu Kínverja í deilum við grannríki um eyjar í Suður-Kínahafi. Hann hvatti einnig Kínverja til að virða réttindi Tíbeta og hefja viðræður við Dalai Lama, andlegan leiðtoga þeirra, eða fulltrúa hans.