Erna Jóna Eyjólfsdóttir fæddist 16. september 1965. Hún lést 18. janúar 2012.

Útför Ernu fór fram 26. janúar 2012.

Hinn 16. september sl. hefði elskuleg systir mín orðið 50 ára. Í stað gleði yfir deginum fylltist ég söknuði yfir öllu því sem dagurinn hefði getað orðið.

Ég fylltist trega og sorg yfir öllum þeim stundum sem við áttum eftir að upplifa saman og njóta sem systur og öllu því sem þú áttir eftir að upplifa með strákunum þínum og Geir og okkur öllum. Það er svo ótrúlega ósanngjarnt að þú sért farin frá okkur svo alltof ung í blóma lífsins. Þennan dag hefði ég hjálpað þér að skipuleggja afmælið og glatt hefði verið á hjalla hjá okkur, mikið skrafað og hlegið. Mín kæra systir, fjölskyldan öll heiðraði minningu þína og við hugsum til þín með hlýju, virðingu og þakklæti fyrir allt það sem þú varst okkur og við geymum öll dýrmætu augnablikin sem við áttum saman og þökkum fyrir allt og allt.

Hvert örstutt spor var auðnuspor með þér,

– hvert andartak er tafðir þú hjá mér

var sólskinsstund og sæludraumur hár,

minn sáttmáli við Guð um þúsund ár.

Hvað jafnast á við andardráttinn

þinn?

Hve öll sú gleði' er fyrr naut hugur minn

er orðin hljómlaus, utangátta'

og tóm

hjá undrinu að heyra þennan róm.

(Halldór Laxness)

Þín systir,

Guðbjörg.