Eddan Leikkonan Edda Björgvinsdóttir lítur yfir leikferilinn.
Eddan Leikkonan Edda Björgvinsdóttir lítur yfir leikferilinn. — Morgunblaðið/Kristinn
Leiksýningin Eddan snýr aftur í Austurbæ í kvöld kl. 20. Sýningin var frumsýnd í Gamla bíói í upphafi árs, en í henni lítur Edda Björgvinsdóttir leikkona yfir farinn veg og ferilinn í tilefni af 40 ára leikafmæli sínu.

Leiksýningin Eddan snýr aftur í Austurbæ í kvöld kl. 20. Sýningin var frumsýnd í Gamla bíói í upphafi árs, en í henni lítur Edda Björgvinsdóttir leikkona yfir farinn veg og ferilinn í tilefni af 40 ára leikafmæli sínu. Leikstjóri sýningarinnar er Gunnar Helgason, en höfundar handrits eru Edda og Björk Jakobsdóttir. Eddu til halds og trausts á leiksviðinu eru Bergþór Pálsson og Björgvin Franz Gíslason, sonur Eddu, sem er nýsnúinn heim frá Ameríku, en hann tekur við hlutverkinu af Gunnari Hanssyni.

„Kjarninn í þessu öllu er að ég er að gera grín að sjálfri mér, en mér finnst það alltaf heppilegasta grínið og mest gaman að geta leyft fólki að hlæja að skavönkum mínum, veikum hliðum og snöggum blettum,“ sagði Edda um sýninguna í upphafi árs í samtali við Morgunblaðið.