• Jakob Jóhann Sveinsson hafnaði í 6. sæti í 200 metra bringusundi á EM í 25 metra laug um miðjan desember 2001 og tvíbætti Íslandsmetið. • Jakob er fæddur 1982 og keppti fyrir Ægi. Jakob er margfaldur Íslandsmeistari og Íslandsmethafi.

Jakob Jóhann Sveinsson hafnaði í 6. sæti í 200 metra bringusundi á EM í 25 metra laug um miðjan desember 2001 og tvíbætti Íslandsmetið.

• Jakob er fæddur 1982 og keppti fyrir Ægi. Jakob er margfaldur Íslandsmeistari og Íslandsmethafi. Á HM í 50 metra laug árið 2009 setti hann til að mynda Íslandsmet í öllum bringusundsgreinunum, 50, 100 og 200 metra. Jakob keppti á fernum Ólympíuleikum fyrir þrítugt, 2000, 2004, 2008 og 2012. Enginn Íslendingur hefur keppt á fleiri leikum. Jakob var valinn íþróttamaður Reykjavíkur árið 2006.