Marine Le Pen
Marine Le Pen
Þjóðarfylkingin, FN, flokkur Marine Le Pen í Frakklandi, þrefaldaði fylgi sitt frá síðustu sveitarstjórnarkosningum á sunnudag, hlaut nú tæp 28% atkvæða. Þrátt fyrir þetta fékk hann hvergi meirihluta.

Þjóðarfylkingin, FN, flokkur Marine Le Pen í Frakklandi, þrefaldaði fylgi sitt frá síðustu sveitarstjórnarkosningum á sunnudag, hlaut nú tæp 28% atkvæða. Þrátt fyrir þetta fékk hann hvergi meirihluta. Ástæðan var sú að hefðbundnu flokkarnir, hægriflokkur Nicolas Sarkozy, fyrrverandi forseta og sósíalistar Francois Hollande forseta sameinuðust um að halda flokknum í skefjum. Þannig drógu sumir sósíalistar sig í hlé til að tryggja hægrimönnum sæti.

Niðurstaðan er því ýmist túlkuð sem ósigur Le Pen eða sigur. En í nýrri könnun segjast 57% Frakka vilja að litið sé á FN sem venjulegan stjórnmálaflokk og ljóst er að stuðningsmenn hans koma nú úr flestum stéttum. kjon@mbl.is