— Ljósmynd/Hörður Jónasson
Þessi fallega mynd var send Morgunblaðinu af Herði Jónassyni, Húsvíkingi. Hún var tekin við suðaustanvert Mývatn, horft til suðurs, þar sem volgt vatn vellur undan hrauninu í vatnið. Í fjarska bíða Bláfjall, vinstra megin, og Sellandafjall, hægra megin.

Þessi fallega mynd var send Morgunblaðinu af Herði Jónassyni, Húsvíkingi. Hún var tekin við suðaustanvert Mývatn, horft til suðurs, þar sem volgt vatn vellur undan hrauninu í vatnið. Í fjarska bíða Bláfjall, vinstra megin, og Sellandafjall, hægra megin. Frosthörkur voru í Mývatnssveit yfir helgina eins og oft áður en þegar myndin var tekin var 18 stiga frost.

Hörður segir að þótt kuldinn geti sannarlega orðið mikill í sveitinni sé það afar sjaldgæft að vatnið leggi, vegna hlýrra strauma vatnsins í gegnum hraunið, eins og sést.