Viðskiptaráð Íslands telur að nýleg úttekt Alþjóðagjaldeyrissjóðsins á skatt- og bótakerfinu hér á landi sé áfellisdómur yfir þeirri húsnæðisstefnu sem er nú við lýði. VÍ segir vaxtabætur ríkissjóðs fá falleinkunn og sagðar ákaflega flóknar (e.
Viðskiptaráð Íslands telur að nýleg úttekt Alþjóðagjaldeyrissjóðsins á skatt- og bótakerfinu hér á landi sé áfellisdómur yfir þeirri húsnæðisstefnu sem er nú við lýði. VÍ segir vaxtabætur ríkissjóðs fá falleinkunn og sagðar ákaflega flóknar (e. extremely complex) og hvetji til of mikillar skuldsetningar heimila. AGS gagnrýni stjórnvöld fyrir að starfrækja þrjú ólík stuðningskerfi sem hafi öll sama markmið, þ.e. að tryggja efnaminni fjölskyldum húsnæði, í stað eins heildstæðs kerfis.