— Morgunblaðið/Árni Sæberg
Nýlega var afhjúpaður og blessaður minningarsteinn og legsteinn Hermanns Gunnarssonar, fjölmiðlamanns og íþróttamanns, í Fossvogskirkjugarði.

Nýlega var afhjúpaður og blessaður minningarsteinn og legsteinn Hermanns Gunnarssonar, fjölmiðlamanns og íþróttamanns, í Fossvogskirkjugarði.

Legsteinninn er óvenjulegur, sjálft Valsmerkið í steini, en Hermann, Hemmi Gunn, var sem kunnugt er leikmaður Vals lengst af. Undirstaða steinsins er úr Dýrafirði þar sem Hermann dvaldi langdvölum.

Viðstaddir voru fjölskylda Hermannsog vinir. Sr. Vigfús Þór Árnason, Valsprestur, flutti blessun.

Hermann var jarðsettur við hlið foreldra sinna í Fossvogskirkjugarði. sisi@mbl.is