[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Þ órir Hergeirsson , þjálfari norska kvennalandsliðsins í handknattleik, hefur ákveðið að fá aukaleikmann til Danmerkur á heimsmeistaramótið sem nú stendur yfir.

Þ órir Hergeirsson , þjálfari norska kvennalandsliðsins í handknattleik, hefur ákveðið að fá aukaleikmann til Danmerkur á heimsmeistaramótið sem nú stendur yfir. Um er að ræða hina reyndu Idu Alstad , sem unnið hefur til gullverðlauna á EM, HM og Ólympíuleikum með Noregi. Hún var í B-liði Noregs sem fór illa með Ísland í vináttulandsleikjum fyrir skömmu, lék vel í báðum leikjum, og gæti nú fengið að koma inn í A-liðið sem leikur í 8-liða úrslitum HM á miðvikudagskvöld. Alstad er ætlað að fylla í skarð Mari Molid sem gat ekki spilað gegn Þýskalandi í gær vegna hnémeiðsla, en þó er enn möguleiki á að Molid haldi sæti sínu í hópnum:

„Við erum í óvissu varðandi hnéð á Molid, og þess vegna fáum við Alstad til öryggis. Við komumst að því á morgun hvort Molid getur spilað á miðvikudaginn. Ida kemur í kvöld og er klár í slaginn,“ sagði Þórir við fréttamenn í gær.

Danskir fjölmiðlar greina frá því að Daninn Kasper Hjulmand verði næsti þjálfari Kára Árnasonar og félaga í sænska úrvalsdeildarliðinu Malmö. Reiknað er með að Hjulmand verði kynntur til leiks hjá sænska knattspyrnuliðinu í dag.

Hjulmand tekur þar með við af Åge Hareide sem á dögunum var ráðinn landsliðsþjálfari Dana í knattspyrnu karla. Hjulmand hefur ekki þjálfað knattspyrnulið síðan í febrúar að hann var leystur frá störfum hjá Mainz í Þýskalandi. Þar áður var Hjulmand þjálfari FC Nordsjælland með góðum árangri.

Svíinn Ola Lindgren er sterklega orðaður við þjálfarastarfið hjá ungverska meistaraliðinu Veszprém sem Aron Pálmarsson leikur með ásamt fleirum af bestu handknattleiksmönnum heims. Lindgren er núverandi þjálfari sænska meistaraliðsins Kristiansand sem annar fyrrverandi FH-ingur, Ólafur Andrés Guðmundsson , leikur með. Forráðamenn Veszprém leita að eftirmanni Antonio Carlos Ortega sem þeir sögðu upp í haust rétt eftir að keppnistímabilið hófst. Javier Sabaté , sem var aðstoðarmaður Ortega, stýrir liðinu núna er hann var ráðinn um stundarsakir. Mats Samuelsson , íþróttastjóri Kristiansand, segir við Kvällsposten að Lindgren sé samningsbundinn Kristianstad fram á mitt ár 2017 en hafi ákvæði í samningi sínum um að hann megi ræða við önnur lið. Hinsvegar geti hann ekki losnað undan samningi við félagið nema við lok leiktíðar.