Á Alþingi Píratar njóta mests fylgis landsmanna samkvæmt könnun.
Á Alþingi Píratar njóta mests fylgis landsmanna samkvæmt könnun. — Morgunblaðið/Eggert
Fylgi Pírata mældist 35,5% í nýrri könnun, sem MMR birti í gær og gerð var 1.-7. desember. Hefur fylgi flokksins mælst yfir 30% frá því í apríl í könnunum fyrirtækisins.

Fylgi Pírata mældist 35,5% í nýrri könnun, sem MMR birti í gær og gerð var 1.-7. desember. Hefur fylgi flokksins mælst yfir 30% frá því í apríl í könnunum fyrirtækisins.

Í könnuninni nú mældist fylgi Sjálfstæðisflokksins 22,9%, fylgi Framsóknarflokksins 12,9%, Samfylkingarinnar 9,4% og fylgi VG sömuleiðis 9,4%. Fylgi Bjartrar framtíðar mældist 4,6% í könnuninni og fylgi Dögunar mældist 1,1%. Fylgi annarra flokka mældist undir 1%.

Þá mældist fylgi ríkisstjórnarinnar 35,6% í könnuninni.

Heildarfjöldi svarenda í könnuninni var 967 einstaklingar, 18 ára og eldri. Vikmörk miðað við 1.000 svarendur geta verið allt að 3,1%.