Söfnuðu með bókarsölu Páll V. Sigurðsson og Burkni Aðalsteinsson, framkvæmdastjóri Leturprents, með eintök af textaheftinu Lífsperlum.
Söfnuðu með bókarsölu Páll V. Sigurðsson og Burkni Aðalsteinsson, framkvæmdastjóri Leturprents, með eintök af textaheftinu Lífsperlum.
Einu stærsta fjáröflunarverkefni sem Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna hefur notið góðs af er lokið og er afraksturinn tæpar 10 milljónir króna. Fram kemur í tilkynningu að Páll V.

Einu stærsta fjáröflunarverkefni sem Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna hefur notið góðs af er lokið og er afraksturinn tæpar 10 milljónir króna.

Fram kemur í tilkynningu að Páll V. Sigurðsson setti sig í samband við félagið og bauð því ágóða af sölu söngtextabókar sem hann hafði tekið saman og kallaði Lífsperlur. Að verkefninu stóð, auk Páls, prentsmiðjan Leturprent. Bókin var boðin almenningi til kaups í símasölu.

Þegar upp var staðið hafði ágóðinn af sölu bókarinnar skilað félaginu tæpum 10 milljónum króna og er þetta með stærri fjáröflunarverkefnum sem efnt hefur verið til til styrktar félaginu.

Í tilkynningunni kemur fram að Páll tengist Styrktarfélagi krabbameinssjúkra barna í gegnum dótturson sinn, sem greindist með krabbamein og gekk í gegnum meðferð fyrir allnokkrum árum.