Tveir Pólverjar.

Tveir Pólverjar. N-AV:

Norður
Á10853
DG1074
G106

Vestur Austur
D102 6
974 KG6
ÁK82 95
Á32 KD98754

Suður
ÁKG987543
D2
63

Suður spilar 4.

Horfum til vesturs, sem er síðastur á mælendaskrá. Norður passar, austur opnar á 3 og suður stekkur í 4. Á vestur að dobla?

Spilið er frá lokaumferð Reisinger-sveitakeppninnar á bandarísku haustleikunum. Keppnisformið er „board-a-match“, sem þýðir að spil vinnst, tapast eða fellur. Eins konar tvímenningur milli tveggja borða. Einmitt þess vegna seilast menn til að dobla tæpt upp á einn niður. Því kom á óvart þegar bandaríski Pólverjinn Pszczola (Pepsíkóla) sagði pass í þessari stöðu. Hinum megin doblaði annar Pólverji (Zatorski) eftir svipaða sagnþróun.

Báðir lögðu niður Á í upphafi. Zatorski skipti yfir í hjarta í öðrum slag og sótti þannig fjórða varnarslaginn á hjartakóng. Pepsí tók á K, spilaði þriðja tíglinum og lét makker trompa. Von hans var sú að makker ætti feitt tromp – helst gosann – og það myndi duga til að uppfæra trompslag. Nei.