Töf Flóttafólkið kemur í janúar.
Töf Flóttafólkið kemur í janúar. — Morgunblaðið/Golli
Lengri tíma hefur tekið líbönsk stjórnvöld en áætlað var að ganga frá nauðsynlegum formsatriðum vegna útgáfu útgönguvegabréfa fyrir flóttafólk frá Líbanon, að því kemur fram í tilkynningu frá velferðarráðuneytinu.

Lengri tíma hefur tekið líbönsk stjórnvöld en áætlað var að ganga frá nauðsynlegum formsatriðum vegna útgáfu útgönguvegabréfa fyrir flóttafólk frá Líbanon, að því kemur fram í tilkynningu frá velferðarráðuneytinu. Ráðuneytið gerir nú ráð fyrir að fólkið komi til Íslands seinni part janúarmánaðar.

Í gær hófst námskeið í Líbanon á vegum alþjóða fólksflutningastofnunarinnar, IOM, fyrir flóttamannahópinn sem tekið verður á móti hér á landi, segir jafnframt í tilkynningu ráðuneytisins. Markmið þess er að undirbúa fólkið fyrir þær breytingar sem eru framundan við komu þess til Íslands. Á námskeiðinu eru bæði veittar almennar upplýsingar um það hvernig líf er hafið í nýju landi en einnig er sérstaklega litið til íslenskra aðstæðna.