Framleiðsla mjólkur eykst mun meira en sala. Síðustu tólf mánuði var innvegin mjólk 145 milljónir lítra sem er 9,6% aukning. Salan á fitugrunni var 122 milljónir lítra en það er 1,3% aukning.
Framleiðsla mjólkur eykst mun meira en sala. Síðustu tólf mánuði var innvegin mjólk 145 milljónir lítra sem er 9,6% aukning. Salan á fitugrunni var 122 milljónir lítra en það er 1,3% aukning. Sala á fitugrunni var 133,5 milljónir lítra sem er 4,2% aukning. Á vef Landssambands kúabænda kemur fram að aukning í sölu á fituríkum afurðum skýrist af því að í nóvember voru tilboð á smjöri og rjóma. Varðandi próteinríku afurðirnar kemur fram að sala á skyri hafi gengið mjög vel undanfarna mánuði, meðal annars vegna áhugaverðrar vöruþróunar.