Frímerki Vilhjálmur Sigurðsson og Hörður Lárusson færðu Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni gjöfina í gær, f.v. Vilhjálmur, Sigmundur Davíð og Hörður.
Frímerki Vilhjálmur Sigurðsson og Hörður Lárusson færðu Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni gjöfina í gær, f.v. Vilhjálmur, Sigmundur Davíð og Hörður.
Frímerki sem hönnuð voru í tilefni aldarafmælis íslenska fánans voru færð forsætisráðuneytinu að gjöf ásamt fánabókum í gær. Íslandspóstur gaf frímerkin sem bera þjóðfánann út ásamt smáörk með frímerki sem sýnir fánanefndina frá 1913.

Frímerki sem hönnuð voru í tilefni aldarafmælis íslenska fánans voru færð forsætisráðuneytinu að gjöf ásamt fánabókum í gær. Íslandspóstur gaf frímerkin sem bera þjóðfánann út ásamt smáörk með frímerki sem sýnir fánanefndina frá 1913. Vilhjálmur Sigurðsson, forstöðumaður Frímerkjasölu Íslandspósts, og Hörður Lárusson, grafískur hönnuður, færðu forsætisráðuneytinu gjöfina en Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra veitti henni viðtöku.

Hörður hannaði bæði frímerkin og fánabækurnar og var það hluti af „Fánaverkefni“ sem hann sendi í samkeppni um Hönnunarverðlaun Íslands fyrir árið 2015. Verkefnið Harðar var valið eitt af fimm framúrskarandi verkefnum í forvali dómnefndar, segir í frétt ráðuneytisins.