Rúnar Helgi Haraldsson
Rúnar Helgi Haraldsson
Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra, hefur skipað Rúnar Helga Haraldsson forstöðumann Fjölmenningarseturs til fimm ára, frá 1. janúar næstkomandi. Rúnar Helgi hefur starfað sem settur forstöðumaður stofnunarinnar frá 1. desember 2014.

Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra, hefur skipað Rúnar Helga Haraldsson forstöðumann Fjölmenningarseturs til fimm ára, frá 1. janúar næstkomandi. Rúnar Helgi hefur starfað sem settur forstöðumaður stofnunarinnar frá 1. desember 2014.

Rúnar Helgi er mannfræðingur og kennari að mennt. Hann lauk BA-prófi í mannfræði frá Háskóla Íslands árið 1993, árið 1994 lauk hann kennaraprófi frá Háskóla Íslands og árið 1995 útskrifaðist hann með meistaraprófsgráðu í heilbrigðismannfræði frá SOAS-háskólanum í London.

Rúnar Helgi hefur stundað kennslu- og fræðastörf um árabil, segir í tilkynningu ráðuneytisins.