Herkastalinn Gistiheimili Hjálpræðishersins var byggt árið 1916.
Herkastalinn Gistiheimili Hjálpræðishersins var byggt árið 1916. — Morgunblaðið/Árni Sæberg
Herkastalinn, gistiheimili Hjálpræðishersins í Reykjavík, verður settur á sölu á næstunni. Um er að ræða 1.405,4 fermetra húsnæði við Kirkjustræti 2 í Reykjavík. Aldarafmæli hússins nálgast.

Herkastalinn, gistiheimili Hjálpræðishersins í Reykjavík, verður settur á sölu á næstunni. Um er að ræða 1.405,4 fermetra húsnæði við Kirkjustræti 2 í Reykjavík. Aldarafmæli hússins nálgast.

Hjördís Kristinsdóttir, lautinant hjá Hjálpræðishernum, staðfesti við mbl.is að ákveðið hefði verið að setja húsið á sölu, en vildi að öðru leyti ekki tjá sig um málið. Samkvæmt heimildum mbl.is var málið kynnt á félagsfundi á sunnudaginn, en þar kom meðal annars fram að húsið væri að nálgast það að verða sjálfkrafa friðað vegna aldurs. Gerist það við 100 ára afmæli húsa samkvæmt lögum um menningarminjar.

Íslandsdeild Hjálpræðishersins er rekin sameiginlega með deildum í Noregi og í Færeyjum. Samkvæmt upplýsingum mbl.is frá fundinum kom beiðni að utan frá yfirstjórninni í Noregi um söluna, en húsið þarfnast talsverðs viðhalds.

Húsið er sem fyrr segir 1.405,4 fermetrar og er fasteignamat þess 109 milljónir. Brunabótamat er aftur á móti 352,45 milljónir.

Upphaflega var byggt svokallað Scheelshús á þeim reit sem Herkastalinn stendur nú á. Árið 1844 var nýtt húsnæði reist sem síðar varð aðsetur Hjálpræðishersins. Hann var síðar rifinn og núverandi hús byggt árið 1916. thorsteinn@mbl.is