Vinir Risaeðlan og frummannabarnið í Góðu risaeðlunni.
Vinir Risaeðlan og frummannabarnið í Góðu risaeðlunni.
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Teiknimyndin Góða risaeðlan skilaði mestum miðasölutekjum yfir helgina af þeim myndum sem sýndar eru í bíóhúsum landsins, líkt og helgina á undan, og önnur tekjuhæsta myndin var The Hunger Games: Mockingjay – Part 2, líkt og síðustu helgi.
Teiknimyndin Góða risaeðlan skilaði mestum miðasölutekjum yfir helgina af þeim myndum sem sýndar eru í bíóhúsum landsins, líkt og helgina á undan, og önnur tekjuhæsta myndin var The Hunger Games: Mockingjay – Part 2, líkt og síðustu helgi. Rómantíska gamanmyndin Love the Coopers er sú þriðja tekjuhæsta, jólamynd sem frumsýnd var fyrir helgi, og jólahryllingsmyndin Krampus hækkar um eitt sæti á listanum milli vikna, fer úr sjötta sæti í það fimmta. Í henni segir af jóladjöfli sem herjar á sundurlynda fjölskyldu.