Hæstiréttur hefur staðfest 15 mánaða fangelsidóm Héraðsdóms Vestfjarða yfir karlmanni á sjötugsaldri fyrir að hafa í fórum sínum mikið magn barnakláms.

Hæstiréttur hefur staðfest 15 mánaða fangelsidóm Héraðsdóms Vestfjarða yfir karlmanni á sjötugsaldri fyrir að hafa í fórum sínum mikið magn barnakláms.

Tólf mánuðir af fangelsisrefsingunni eru skilorðsbundnir og er ástæða þess sú, að rannsókn málsins tók afar langan tíma. Rannsóknin hófst í febrúar árið 2013 en ákæra var gefin út í janúar á þessu ári.

Við húsleit á heimili mannsins fundust hátt í 35.000 ljósmyndir og hátt á sjötta hundrað hreyfimynda sem sýndu börn eða fullorðna einstaklinga í hlutverki barna á kynferðislegan og klámfenginn hátt. Maðurinn viðurkenndi að mestu leyti að hafa haft myndirnar í vörslu sinni en neitaði engu að síður sök fyrir dómi.

Geisladiskar, myndbandsspólur, harðir diskar og tölvur, sem myndirnar fundust á, voru gerð upptæk, nema ein tölva þar sem myndir fundust einungis í tímabundinni möppu fyrir netvafra.