— Ljósmynd/Þorgeir Baldursson
Hollvinir eikarbátsins Húna II EA-740 buðu í gærkvöldi til skötuveislu um borð í bátnum, sem legið hefur við Torfunefsbryggju á Akureyri. Alls mættu um 80 manns og reiknað er með öðrum eins fjölda í kvöld, þegar seinni hluti veislunnar fer fram.
Hollvinir eikarbátsins Húna II EA-740 buðu í gærkvöldi til skötuveislu um borð í bátnum, sem legið hefur við Torfunefsbryggju á Akureyri. Alls mættu um 80 manns og reiknað er með öðrum eins fjölda í kvöld, þegar seinni hluti veislunnar fer fram. Auk þess að bjóða velunnurum Húna í skötuna fékk hollvinafélagið glaðning frá fyrirtækinu Blikkrás til að hafa upp í rekstur og viðhald bátsins. Skatan var soðin uppi á dekki, með tjaldi yfir, og um soðninguna sáu þeir Karl Steingrímsson og Gylfi Guðmarsson, sem fylla hér kampakátir á eitt fatið.