Hugmyndin að smáhúsahverfinu Þorpinu sprettur út úr vinnu við þróun Þjónustumiðstöðvarinnar á Hellu sem Björn Jóhannsson landslagsarkitekt vinnur einnig að ásamt samstarfsfólki.

Hugmyndin að smáhúsahverfinu Þorpinu sprettur út úr vinnu við þróun Þjónustumiðstöðvarinnar á Hellu sem Björn Jóhannsson landslagsarkitekt vinnur einnig að ásamt samstarfsfólki. Þjónustumiðstöðin á að verða nýr áningarstaður við hringveginn, einskonar hlið inn í Hellu að austanverðu.

Þar á að fást ferðatengd þjónusta, eins og matur, drykkur, gisting og eldsneyti. Þar verður móttaka fyrir smáhýsahótel enda gert ráð fyrir 20-40 smáhýsum þar við.

Markmið hönnunar og skipulags er að Þjónustumiðstöðin verði besti staðurinn á Suðurlandi fyrir rútur að stoppa. Besti staðurinn fyrir barnafjölskyldur. Og þar verði besta aðstaðan fyrir bændamarkað. Markaðurinn verður í fjölnotarými sem opnast út í garð. Þar verður bændum og handverkfólki gert kleift að selja afurðir sínar, beint frá býli.