Ný plata Different Rooftops - nefnist fyrsta plata Báru Gísladóttur.
Ný plata Different Rooftops - nefnist fyrsta plata Báru Gísladóttur.
Þrjár listakonur, Aimee Odum frá Bandaríkjunum, Mariske Broeckmeyer frá Belgíu og danshöfundurinn og dansarinn Kerryn McMurdo frá Nýja-Sjálandi, frumsýna í kvöld, 18. desember, verkið Golden Blobess í Menningarmiðstöðinni Mengi við Óðinsgötu.

Þrjár listakonur, Aimee Odum frá Bandaríkjunum, Mariske Broeckmeyer frá Belgíu og danshöfundurinn og dansarinn Kerryn McMurdo frá Nýja-Sjálandi, frumsýna í kvöld, 18. desember, verkið Golden Blobess í Menningarmiðstöðinni Mengi við Óðinsgötu. Aimee Odum og Mariske Broeckmeyer hafa verið í mastersnámi við Listaháskóla Íslands. Kerryn McMurdo býr á Skagaströnd og er einn listrænna stjórnenda listamiðstöðvarinnar Nesen. Í Golden Blobess fléttast saman vídeóinnsetning Aimee, sviðshreyfingar og dans Kerryn og tónlist Mariske.

Laugardagskvöldið 19. desember koma Bára Gísladóttir, tónskáld og kontrabassaleikari, og Helgi R. Heiðarsson saxófónleikari fram á tónleikum í tilefni útgáfu nýrrar plötu Báru, Different Rooftops.

Mánudagskvöldið 21. desember stígur President Bongo (Stephan Stephenssen) á svið ásamt sveitinni The Emotional Carpenters.