Póstur Landsmenn senda um 2,5 milljónir jólakorta í pósti.
Póstur Landsmenn senda um 2,5 milljónir jólakorta í pósti. — Morgunblaðið/Golli
Mesti annatími ársins er hjá Póstinum um þessar mundir og hefur verið bætt við um 250 til 300 starfsmönnum til þess að bregðast við auknu álagi, að sögn Brynjars Smára Rúnarssonar, forstöðumanns markaðsdeildar Póstsins.

Mesti annatími ársins er hjá Póstinum um þessar mundir og hefur verið bætt við um 250 til 300 starfsmönnum til þess að bregðast við auknu álagi, að sögn Brynjars Smára Rúnarssonar, forstöðumanns markaðsdeildar Póstsins.

Til þess að tryggja að jólakort og jólapakkar berist til viðtakenda fyrir jól gefur Pósturinn út upplýsingar um síðustu skiladaga. Þeir eru flestir liðnir en síðasti skilgreindi, öruggi skiladagurinn vegna sendinga á jólapökkum innanlands, jólakortum í A pósti innanlands og TNT til Evrópu er á mánudag, 21. desember. „Það er stærsti skiladagurinn okkar,“ segir Brynjar Smári.

Mikil örtröð hefur verið á pósthúsum undanfarna daga en viðskiptavinir hafa tekið henni með æðruleysi. Undanfarin ár hafa landsmenn sent um 2,5 milljónir jólakorta á ári. Brynjar Smári segir að Pósturinn leggi áherslu á að reyna að koma öllum sendingum á áfangastað fyrir jól. Unnið verði við flokkun allan sólarhringinn um helgina og pakkar verði afhentir til klukkan 14 á aðfangadag. „Við reynum að koma öllu til skila fyrir jól,“ segir hann.