Tímamót Embla Waage lukkuleg með blómvöndinn frá Icelandair. Hér er hún fyrir miðju ásamt foreldrum sínum og systrum, auk áhafnar vélarinnar til Kaupmannahafnar og framkvæmdastjóra félagsins, Birkis Hólm Guðnasonar.
Tímamót Embla Waage lukkuleg með blómvöndinn frá Icelandair. Hér er hún fyrir miðju ásamt foreldrum sínum og systrum, auk áhafnar vélarinnar til Kaupmannahafnar og framkvæmdastjóra félagsins, Birkis Hólm Guðnasonar.
Farþegafjöldi Icelandair á þessu ári fór í gær yfir 3 milljónir.

Farþegafjöldi Icelandair á þessu ári fór í gær yfir 3 milljónir. Þrímilljónasti farþeginn reyndist vera Embla Waage, 12 ára, sem var að fara til Kaupmannahafnar með foreldrum sínum, Indriða Waage og Þórhildi Ósk Halldórsdóttur, og systrum sínum, Sigríði Maríu og Brynju Valdísi.

Birkir Hólm Guðnason, framkvæmdastjóri Icelandair, var mættur í Leifsstöð, til að afhenda Emblu glaðning við brottfararhliðið. Fékk hún blómvönd og gjafabréf og öllum farþegum í fluginu var boðið upp á léttar veitingar.

Þetta er í fyrsta sinn í langri sögu Icelandair sem farþegafjöldinn í áætlunarflugi fer yfir þrjár milljónir á einu ári. Farþegafjöldinn fór í fyrsta sinn yfir tvær milljónir árið 2012, en þeir voru um 2,6 milljónir á síðasta ári.

Farþegafjöldinn í ár er í samræmi við áætlanir, segir í tilkynningu félagsins, en gert er ráð fyrir að farþegum fjölgi um 450 þúsund á næsta ári og verði í heild um 3,5 milljónir á árinu 2016.