[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Ó lafur Guðmundsson og félagar í Kristianstad unnu í gær sautjánda sigur sinn í sænsku úrvalsdeildinni í handknattleik og eru með fullt hús stiga á þessari leiktíð. Kristianstad vann Drott með sjö marka mun á útivelli, 31:24.

Ó lafur Guðmundsson og félagar í Kristianstad unnu í gær sautjánda sigur sinn í sænsku úrvalsdeildinni í handknattleik og eru með fullt hús stiga á þessari leiktíð. Kristianstad vann Drott með sjö marka mun á útivelli, 31:24. Ólafur var næstmarkahæstur hjá Kristianstad með 5 mörk.

Haukar hafa sagt upp samningi sínum við Stephen Madison og léku án hans í sigrinum á Hetti í gærkvöld, í Dominos-deild karla í körfubolta. Leit er hafin að erlendum leikmanni í hans stað.

Eins og áður er gríðarlegur áhugi í Noregi fyrir leikjum kvennalandsliðsins í handknattleik, undir stjórn Þóris Hergeirssonar , á heimsmeistaramótinu sem stendur yfir í Danmörku. Alls fylgdust 1,6 milljónir Norðmanna með síðustu mínútum leiks Noregs og Svartfjallalands í 8-liða úrslitum í fyrrakvöld, þar af er talið að nærri 1,3 milljónir hafi séð allan leikinn.

Austurríski landsliðsmaðurinn David Alaba , leikmaður þýska meistaraliðsins Bayern München, hefur verið útnefndur knattspyrnumaður ársins í Austurríki fimmta árið í röð sem er met þar í landi. Alaba er 23 ára gamall miðvörður sem er talinn í hópi bestu varnarmanna heims í dag. Hann verður í eldlínunni gegn Íslendingum á Evrópumótinu í Frakklandi næsta sumar en Ísland er í riðli með Austurríki á mótinu. Alaba hafði betur í kosningu gegn Aleksandar Dragovic (Dynamo Kiev), Marko Arnautovic (Stoke) og Zlatko Junuzovic (Werder Bremen).

Telma Ívarsdóttir hefur skrifað undir þriggja ára samning við Íslandsmeistara Breiðabliks í knattspyrnu kvenna. Telma er markvörður U17 ára landsliðsins. Hún er frá Neskaupstað og spilaði með Fjarðabyggð á síðustu leiktíð. Á móti hafa Blikar lánað markvörðinn Ástu Vigdísi Gunnlaugsdóttur til nýliða ÍA en hún lék með Akurnesingum tímabilið 2014.

A rsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, telur að 80 stig geti nægt til að landa Englandsmeistaratitlinum á þessu tímabili. „Þetta er mjög jafnt. Það eru 16 umferðir búnir að efsta liðið er með 35 stig. Það þýðir að deildin getur unnist á 80 stigum,“ segir Wenger en hans menn eiga afar þýðingarmikinn leik í toppbaráttunni á mánudaginn þegar þeir mæta Manchester City. Arsenal náði síðast 80 stigum í úrvalsdeildinni tímabilið 2007-8 en síðan þá hefur liðið fengið á bilinu 68-79 stig.

Zlatan Ibrahimovic lét í veðri vaka í gær að landsliðsferli hans með Svíum muni ljúka eftir Evrópumótið í Frakklandi næsta sumar en Zlatan sá til þess að tryggja Svíunum sigur á móti Dönum í umspili um sæti á EM. „Ég er mjög ánægður að hafa komist á EM en hvað gerist eftir það veit ég ekki,“ sagði Zlatan við fréttamenn í gær.