Markarfljót hamið við Landeyjahöfn.
Markarfljót hamið við Landeyjahöfn.
Varnargarður við ósa Markarfljóts sem ætlað er að draga úr efnisframburði fljótsins að Landeyjahöfn laskaðist í óveðrinu á dögunum. Samkvæmt upplýsingum G.

Varnargarður við ósa Markarfljóts sem ætlað er að draga úr efnisframburði fljótsins að Landeyjahöfn laskaðist í óveðrinu á dögunum. Samkvæmt upplýsingum G. Péturs Matthíassonar, upplýsingafulltrúa Vegagerðarinnar, losnuðu steinar úr garðinum, aðallega þeir minni. Skemmdirnar hafi ekki orðið það miklar að dregið hafi úr virkni garðsins.

Mikill framburður er úr Markarfljóti og berst hann vestur með landinu, meðal annars í Landeyjahöfn. Vegagerðin byggði 450 metra bráðabirgðagarð á árinu 2011 til að reyna að beina sandinum frá höfninni og fékk síðar leyfi til að lengja hann um 250 metra.